Innlent

Aldrei fleiri bækur lesnar

Benedikt Bóas skrifar
Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður stendur fyrir átakinu.
Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður stendur fyrir átakinu. vísir/vilhelm
Yfir 63 þúsund bækur voru lesnar á tveimur mánuðum í þriðja lestrarátaki Ævars vísindamanns en alls hafa um 177 þúsund bækur verið lesnar í þessum átaksverkefnum. Krakkar um allt land tóku þátt, en einnig sendu íslenskir krakkar erlendis inn lestrarmiða; frá Bandaríkjunum, Englandi, öllum Norðurlöndunum, Lúxemborg, Þýskalandi, Belgíu og Perú.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, dró svo fimm nöfn úr lestrarátakspottinum en börnin verða gerð að persónum í nýrri bók eftir Ævar Þór, Gestir utan úr geimnum, sem kemur út með vorinu. Krakkarnir koma úr Fellaskóla, Giljaskóla, Lágafellsskóla, Hörðuvallaskóla og Seljaskóla. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×