Aldo verđur neyddur til ađ berjast

 
Sport
12:30 02. NÓVEMBER 2016
Jose Aldo gengur úr búrinu eftir bardagann viđ Frankie Edgar.
Jose Aldo gengur úr búrinu eftir bardagann viđ Frankie Edgar. VÍSIR/GETTY

Þjálfari UFC-bardagakappans Jose Aldo hefur enga trú á því að UFC ætli að verða við óskum Aldo um að losna undan samningi við sambandið.

Aldo fór í mikla fýlu er í ljós kom að hann mun ekki berjast við Conor McGregor í New York um fjaðurvigtarbeltið. Þess í stað mun Conor keppa við Eddie Alvarez um léttvigtarbeltið.

Aldo sagðist þá vera hættur og krafðist þess að losna undan samningi við UFC. Hann er þegar búinn að funda með Dana White, forseta UFC, en ekkert kom út úr þeim viðræðum. Aldo losnar ekki svo auðveldlega.

Þjálfari Aldo, Andre Pederneiras, hefur nú sagt að þetta sé hálfvonlaus barátta og að Aldo verði að berjast.

„Það er ekkert annað í stöðunni núna en að halda áfram að berjast. Skiptir engu þó svo Jose vilji hætta. UFC gerði okkur það ljóst að sambandið ætlar ekki að sleppa honum,“ sagði þjálfarinn en þá dreymir enn um bardaga við Írann.

„Við verðum að bíða og sjá hvað Conor gerir en bardagi í febrúar eða mars við Conor myndi henta vel.“

Aldo hafði aldrei tapað í UFC áður en Conor rotaði hann á 13 sekúndum fyrir tæpu ári síðan. Hann hefur aðeins tapað tvisvar á ferlinum en fyrra tapið var árið 2005.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Aldo verđur neyddur til ađ berjast
Fara efst