Sport

Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Aldo 13 sekúndum áður en hann lá steinrotaður á gólfinu í Las Vegas.
Hér má sjá Aldo 13 sekúndum áður en hann lá steinrotaður á gólfinu í Las Vegas. vísir/getty
Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól.

Það var fyrsta tap Aldo í tíu ár en hann hafði verið eini heimsmeistarinn í fjaðurvigt hjá UFC. Tapið var einstaklega sárt enda kláraði Írinn bardagann á 13 sekúndum sem var met í titilbardaga hjá UFC.

„Ég hef verið þögull því ég hef verið að bíða tíðinda með nýjan bardaga gegn Conor. Ég hef verið að æfa fyrir hann en það virðist hafa verið vitleysa,“ segir Aldo en Conor ætlar næst að berjast um titilinn í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. Aldo verður því að bíða.

„Ég hef gert UFC grein fyrir því að eftir allt sem ég hef gert fyrir sambandið að þá mun ég ekki sætta mig við neitt annað en tækifæri um beltið á nýjan leik. Ég er klár í að berjast við Conor hvar og hvenær sem er.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×