MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 06:00

Gefa ekki upp áćtlađ tap á landvinnslu HB Granda

FRÉTTIR

Aldo: Conor er drullusokkur sem mun aldrei berjast viđ Mayweather

 
Sport
15:30 17. FEBRÚAR 2017
Aldo er alls ekki vel viđ Conor.
Aldo er alls ekki vel viđ Conor. VÍSIR/GETTY

Brasilíumaðurinn Jose Aldo vandar Íranum Conor McGregor ekki kveðjurnar líkt og venjulega.

Eina tap Aldo á ferli sínum í UFC var þegar Conor rotaði hann á 13 sekúndum. Neyðarlegt fyrir manninn sem var búinn að vera meistari í 1.900 daga.

Aldo hefur svolítið horfið af sjónvarsviðinu eftir þann bardaga á meðan Conor hefur unnið annað belti i UFC og rakað inn peningum í leiðinni.

Aldo hefur enga trú á því að Conor geti barist við Floyd Mayweather eins og Írinn stefnir á að gera.

„Þessi bardagi mun aldrei fara fram. Það er bara hægt með leyfi UFC. Það fer enginn samningsbundinn bardagamaður fram hjá UFC,“ sagði Aldo en hann er sjálfur að íhuga að reyna fyrir sér í hnefaleikum.

Aldo virðist líta heiminn ekki sömu augum og aðrir. Hann segir að orðspor Conor sé ekki gott og að enginn elski hann utan Írlands.

„Orðspor hans hefur verið skaddað og það líkar engum nema Írum vel við hann. Ef þú talar við fólk í Brasilíu eða annars staðar þá heldur enginn með honum. Það lítur enginn á hann sem meistara. Það líta allir á hann sem drullusokk.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Aldo: Conor er drullusokkur sem mun aldrei berjast viđ Mayweather
Fara efst