SUNNUDAGUR 29. MAÍ NÝJAST 09:47

Minnst 700 taldir hafa drukknađ í Miđjarđarhafinu

FRÉTTIR

Aldís Kara aftur í FH

 
Íslenski boltinn
18:07 24. FEBRÚAR 2016
Aldís Kara aftur í FH
MYND/HEIMASÍĐA FH

Aldís Kara Lúðvíksdóttir hefur gert tveggja ára samning við FH en það kom fram á heimasíðu félagsins í dag.

Aldís Kara er framherji og var á mála hjá FH frá 2007 til 2012 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks. Hún á alls að baki 74 leiki í Pepsi-deild kvenna og hefur skorað í þeim 28 mörk.

FH verður nýliði í deildinni í sumar og ætlar félagið að festa sig í sessi í deild þeirra bestu á nýjan leik.

„Hér leið mér vel á sínum tíma og öðlaðist mikla reynslu með liðinu. Ég finn að það er metnaður í gangi hjá FH til þess að standa sig vel í úrvalsdeildinni og mig langaði að taka þátt í því. Ég hlakka því mikið til að byrja að æfa og spila með FH,“ sagði Aldís Kara í viðtali á heimasíðu FH.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Aldís Kara aftur í FH
Fara efst