Innlent

Alda Hrönn í Íslandi í dag: „Við viljum aðstoða brotaþola í þessum málum“

Bjarki Ármannsson skrifar
Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í dag vegna fregna af kynferðisbrotamálum sem lögreglan hefur til rannsóknar. Tveir eru grunaðir en fóru af landi brott í dag. Frétttablaðið greindi frá því í morgun að lögregla rannsakaði tvær kærur um nauðgun, sem eiga að hafa átt sér stað í sömu íbúðinni í Hlíðahverfinu í Reykjavík.

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri og yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjóra, veitti Íslandi í dag viðtal um málið í kvöld en margir hafa lýst yfir reiði í garð lögreglu vegna þess að hinir grunuðu voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins.

Sjá má viðtalið við Öldu Hrönn í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×