Íslenski boltinn

Albert má ekki spila gegn FH á sunnudaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ekki með Albert Brynjar má ekki spila með Fylki gegn FH. Fréttablaðið/Stefán
Ekki með Albert Brynjar má ekki spila með Fylki gegn FH. Fréttablaðið/Stefán
Albert Brynjar Ingason má ekki spila með Fylki þegar liðið tekur á móti FH í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið.

Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið í gær en það var hluti af samkomulagi félaganna þegar Albert var lánaður frá FH til Fylkis.

Fyrr í mánuðinum kom í ljós að Albert Brynjar var ekki með skráðan leikamannasamning í gagnagrunni KSÍ og hefðu Fylkismenn því getað samið beint við leikmanninn.

Í ljós kom að mistök voru gerð og gleymst hafði að skila inn samningi Alberts á sínum tíma.

„Það hefði verið vont ef menn ætluðu að notfæra sér slík mistök og því var ákveðið að leysa þetta á slíkan máta að menn gætu gengið stoltir frá þessum aðstæðum,“ sagði Ásgeir en í yfirlýsingu sem félögin gáfu út í vikunni var tekið fram að upphaflegur samningur Albert hefði nú verið gerður löglegur.

Ásgeir segir enn fremur að með komu Alfreðs sé ljóst að Svíinn SadmirZekovic sé ekki lengur í plönum þjálfarans Ásmundar Arnarssonar. „Hann er enn samningsbundinn okkur en það er verið að finna því máli farveg,“ sagði Ásgeir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×