Fótbolti

Albert Guðmundsson í leikmannahópi PSV í Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Albert Guðmundsson við undirskriftina hjá PSV.
Albert Guðmundsson við undirskriftina hjá PSV. mynd/psv.nl
Albert Guðmundsson, unglingalandsliðsmaður Íslands í fótbolta, er í leikmannahópi Hollandsmeistara PSV Eindhoven í Meistaradeildinni, en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

PSV þurfti eins og önnur lið að skila inn 25 manna leikmannahópi fyrir Meistaradeildina, en átta af þeim leikmönnum þurfa að vera á aldrinum 15-21 árs og fjórir af þeim uppaldir (verið hjá félaginu í þrjú ár).

PSV er í riðli með Manchester United, CSKA Moskvu og Wolfsburg og gæti Albert því mætt á Old Trafford verði hann í leikmannahópnum einhverntíma í vetur.

Albert spilar með U19 ára liði PSV og fer vel af stað, en hann vann PSV Otten Cup með liðinu á dögunum. Hann spilaði með Heerenveen á sama móti í fyrra með Heerenveen og var þá kjörinn besti miðjumaðurinn.

Albert skoraði svo og lagði upp mark í síðasta leik með U19 ára liðinu, en hann er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×