Enski boltinn

Alan Pardew: Engin Evrópukeppni hjálpar Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philippe Coutinho og Jurgen Klopp.
Philippe Coutinho og Jurgen Klopp. Vísir/Getty
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Crystal Palace, undirbýr lið sitt nú undir leik á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun og mætti á blaðamannafund í morgun.

Lærisveinar Pardew gætu komið í veg fyrir að Liverpool komist í toppsætið þegar liðin mætast í lokaleik laugardagsins. Liverpool er með með 20 stig eins og Manchester City og Arsenal en hin toppliðin spila fyrr um daginn.

„Liverpool er alltaf með frábæra leikmenn og það skiptir ekki máli á hvaða tímabili það er,“ sagði Alan Pardew og bætti við:

„Liverpool er núna á skriði og það er mikill ákafi í liðinu. Engin Evrópukeppni hjálpar líka Liverpool-liðinu,“ sagði Pardew.

„Það er mikil ákefð í þeirra leik og þeir eru fljótir að boltanum. Það eru greinilega áhrif frá knattspyrnustjóranum en lið Rodgers var samt ekki mjög ólíkt hvað þetta varðar,“ sagði Alan Pardew.

„Liverpool er að leita að stöðugleika en ef þú lendir á móti þeim á vitleysum degi þá geta þeir verið mjög erfiðir,“ sagði Pardew.

Crystal Palace liðið er 9 stigum og átta sætum á eftir Liverpool. Palace-menn hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum og ekki unnið síðan á móti Sunderland í september.

Liverpool hefur aftur á móti unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum og ekki tapað síðan á móti Burnley í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×