Innlent

Al-Thani álag á vef Hæstaréttar sem liggur niðri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómar eru birtir á vef Hæstaréttar klukkan 16:30 og hafa greinilega margir ætlað að skoða hann.
Dómar eru birtir á vef Hæstaréttar klukkan 16:30 og hafa greinilega margir ætlað að skoða hann.
Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp dóm í Al-Thani málinu. Þar var fimm ára og hálfs árs fangelsisdómur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni staðfestur. Dómur yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr fimm árum í 4 ár. Dómur yfir Ólafi Ólafssyni var þyngdur úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár og þá var dómur yfir Magnúsi Guðmundssyni þyngdur úr þremur árum í fjögur og hálft ár.

Nánar má lesa um dómsuppsöguna hér.

Dómur var kveðinn upp klukkan 16 að viðstöddu fjölmenni í Hæstarétti. Björn Þorvaldsson saksóknari var mættur en hann sótti málið fyrir hönd embætti sérstaks saksóknara. Enginn sakborninga var viðstaddur dómsuppsögu en Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más, lýsti yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.

Dómar eru birtir á vef Hæstaréttar klukkan 16:30 og hafa greinilega margir ætlað að skoða hann. Það hefur þegar þetta er skrifað ekki enn verið hægt þar sem vefur Hæstaréttar liggur niðri.

„Villa hefur komið upp. Vinsamlegast reynið aftur síðar,“ eru skilaboðin á vef Hæstaréttar.


Tengdar fréttir

Iceland jails former Kaupthing bank bosses

Four former bosses from the Icelandic bank Kaupting have been sentenced to between four and five and a half years in prison in the Surpreme Court of Iceland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×