Erlent

Ákvörðun dómstóls ekki endurskoðuð

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil snjókoma hefur verið í Missouri-ríki og hefur nokkuð dregið úr mótmælum.
Mikil snjókoma hefur verið í Missouri-ríki og hefur nokkuð dregið úr mótmælum. Vísir/AFP
Ríkisstjóri Missouri-ríkis hefur hafnað kröfum um að annar dómstóll taki ákvörðun um hvort kæra skuli lögreglumanninn Darren Wilson vegna dauða þeldökka táningsins Michael Brown í bænum Ferguson í ágúst síðastliðinn.

Í frétt BBC segir að orð ríkisstjórans Jay Nixon komi í kjölfar tveggja daga mótmælaaðgerða í St Louis og tólf borgum til viðbótar vegna ákvörðunar dómstóls að kæra ekki Wilson.

Mótmæli voru minni í nótt samanborið við síðustu nætur og er það meðal annars rakið til mikillar snjókomu auk þess að þakkagjörðarhátíðin er að ganga í garð.

Enn er mótmælt í bænum Ferguson þar sem Brown var drepinn. Fjölskylda Brown segist niðurbrotin vegna ákvörðunar dómstólsins, sem hefur vakið umræðu í Bandaríkjunum og víðar um samfélag þeldökkra og framferði lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×