Innlent

Akureyringar fögnuðu öðrum degi sumars á kafi í snjó

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Annar dagur sumars er heldur kuldalegur á landinu. Hiti í höfuðborginni hefur verið rétt yfir frostmarki en á Vestfjörðum, norðan heiða og á Austurlandi hefur hitinn verið neðan við frostmark.

Á Akureyri fögnuðu bæjarbúar öðrum degi sumars á kafi í snjó. Fólk skóf rúður bíla sinna í morgun og greinilegt er að Norðanmenn geta geymt sólarvörnina uppi í skáp í einhvern tíma í viðbót.

Auðunn Níelsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, skellti sér í snjógallann og snjóinn og bæjarbúa í dag.

Þessi gaf sér góðan tíma í að skafa bílinn í morgun.Vísir/Auðunn Níelsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×