Handbolti

Akureyri í fimmta sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/stefán
Akureyri er komið í fimmta sæti Olís-deildar karla með sigri á Haukum á Ásvöllum í dag, en lokatölur urðu 25-20. Akureyri var 13-10 yfir í hálfleik.

Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleik, en liðin skiptust meðal annars á að skora þangað til Akureyringar náðu tveggja marka forystu í stöðunni 9-7. Akureyri leiddi 13-10 yfir í hálfleik.

Haukarnir bættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og breyttu stöðunni úr 14-16 í 18-16, sér í vil. Akureyri skoraði þó næstu fimm mörk og voru komnir í ákjósanlega stöðu, 21-18, þegar þrjár mínútur voru eftir.

Akureyri sigldi svo sigrinum heim, en lokatölur urðu fimm marka sigur Akureyrar, 25-20.

Kristján Orri Jóhannsson var markahæstur hjá Akureyri með sjö mörk, en Adam Haukur Baumruk skoraði sex fyrir heimamenn.

Með sigrinum fór Akureyri upp fyrir ÍBV og Hauka, en liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar. Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×