Innlent

Akstur strætó hefst tveimur tímum fyrr á sunnudögum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einhverjir vagnar munu breyta um númer og sumar akstursleiðir breytast með nýrri vetraráætlun.
Einhverjir vagnar munu breyta um númer og sumar akstursleiðir breytast með nýrri vetraráætlun. Vísir/GVA
Ný vetraráætlun Strætó á höfuðborgarsvæðinu tekur gildi þann 4. janúar næstkomandi. Í tilkynningu frá Strætó segir að töluverðar úrbætur hafi verið gerðar á leiðakerfinu og eru breytingarnar flestar til komna vegna ábendinga frá farþegum um hvað megi betur fara.

Meðal þess sem breytist er aksturstími vagna á sunnudögum en hann mun nú hefjast um tveimur tímum fyrr, eða um klukkan 9:30. Þá mun tíðni aksturs aukast og verður hann á 15 mínútna fresti á annatíma í öllum helstu hverfum, í stað 30 mínútna áður. Einhverjir vagnar munu breyta um númer og sumar akstursleiðir breytast.

Nánari upplýsingar um breytingarnar má finna í meðfylgjandi skjali og á heimasíðu Strætó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×