Innlent

Akranes slagar upp í Vestfirði

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Þrátt fyrir fólksfækkun á Vestfjörðum fjölgar í Bolungarvík samkvæmt tölum Hagstofu.
Þrátt fyrir fólksfækkun á Vestfjörðum fjölgar í Bolungarvík samkvæmt tölum Hagstofu. mynd/Bjarki Friðgeirsson
Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um 20 frá sama tímabili í fyrra en Hagstofa Íslands var að birta mannfjöldatölur fyrir annan ársfjórðung í gær. Vestfirðingar eru nú um 7.010 eða rétt 266 íbúum fleiri en á Akranesi og nágrenni.

Mikil fólksfjölgun hefur átt sér stað í fjórðungnum allt frá árinu 1982, sé rýnt í tölur Hagstofunnar. Ef örlög þessara tveggja svæða eru borin saman má geta þess að nær helmingi fleiri bjuggu á Vestfjörðum en á Akranesi og nágrenni árið 1988.

Sagt er frá því á bb.is, fréttavef Vestfirðinga, að þrátt fyrir allt hafi fjölgað á fjórum stöðum fyrir vestan, það er í Bolungarvík, Súðavíkurhreppi, Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð. Í þeim tveimur síðarnefndu hefur átt sér stað mikil uppbygging í fiskeldi sem eflaust á sinn þátt í þessari þróun.

Mest varð fækkunin hins vegar í Ísafjarðarbæ, eða sextíu manns, og fer hún langt með að vega upp á móti fjölgun hinna staðanna fjögurra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×