Lífið

Akon hyggur á byggingu borgar með eigin gjaldmiðli nefndum í höfuðið á honum sjálfum

Atli Ísleifsson skrifar
Akon fæddist í Missouri í Bandaríkjunum en á ættir að rekja til Senegal.
Akon fæddist í Missouri í Bandaríkjunum en á ættir að rekja til Senegal. Vísir/AFP
Bandaríski tónlistarmaðurinn Akon kveðst nú vinna að skipulagningu byggingu nýrrar borgar í Senegal þar sem borgarbúar muni notast við nýja rafmynt sem nefnd verður í höfuðið á Akon sjálfum.

Grammyverðlaunahafinn kynnti hugmyndir sínar á sérstakri hátíð í Cannes þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðum um framtíð Afríku að því er fram kemur í frétt Sky.

Sagði hann að rafmyntin – sem gengur undir nafninu Akoin – gæti „á margan hátt reynst bjargvættur Afríku“ þar sem hún yrði öruggari en aðrir gjaldmiðlar í álfunni.

Borgarbúar í Akon Crypto City myndu notast við sérstakt app í síma sínum þar sem þeir gætu nýtt myntina til að hleypa verkefnum af stokkunum og stjórnvöldum myndi reynast ómögulegt að standa fyrir aðgerðum sem halda fólki niðri.

Nördarnir finna út úr þessu

Á heimasíðu Akoin kemur fram að Macky Sall, forseti Senegal, hafi veitt tónlistarmanninum vilyrði fyrir rúmlega átta ferkílómetra landsvæði sem færi undir byggingu borgarinnar..

Akon fæddist í Missouri í Bandaríkjunum en á ættir að rekja til Senegal.

Akon tók sérstaklega fram að hann tæki einungis þátt í hugmyndavinnunni og að sagðist hann glaður vilja „leyfa nördunum að finna út úr því“ að gera hugmyndina að veruleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×