Innlent

Ákall um hjálp úr skóginum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Tryggvi Hansen í einu tjalda sinna sem nú lítur helst út eins og himnarnir séu að hrynja yfir skógarbúann.
Tryggvi Hansen í einu tjalda sinna sem nú lítur helst út eins og himnarnir séu að hrynja yfir skógarbúann. Fréttablaðið/Vilhelm
„Hér fór allt á annan endann í hvassviðrinu,“ segir Tryggvi Hansen, sem búið hefur í skógarjaðrinum í Reykjavík frá vorinu 2015.

Óveðrið í fyrradag lék búðir Tryggva svo grátt að hann hefur þar vart þurran blett.

„Það væri vel þegið að fá hjólhýsi að láni eða til leigu eða þá keypt ódýrt. Eins væri gott ef einhverjir með hamar og nagla gætu komið og hjálpað hér aðeins til,“ segir Tryggvi og biðlar til allra vina sinna.


Tengdar fréttir

Afkomandi huldufólks býr í skógarrjóðri við Reykjavík

Náttúruunnandinn Tryggvi Gunnar Hansen hefur frá því í maí hafst við í tjaldbúð í skóglendi í jaðri Reykjavíkur. Tryggvi segir sig afkomanda og merkisbera fólks sem hafi verið hér fyrir "svikalandnám víkinga“ og vill að Íslendingar snúi í torfkofana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×