Innlent

Ákærður fyrir vopnað rán á Akureyri

Sveinn Arnarsson skrifar
Hinn ákærði hótaði starfsmanni verlsunarinnar með hnífi.
Hinn ákærði hótaði starfsmanni verlsunarinnar með hnífi. vísir/pjetur
Maður hefur verið ákærður fyrir vopnað rán í versluninni Samkaup Strax við Borgarbraut á Akureyri. Ránið var framið þann 17. september síðastliðinn.

Í ákæru segir að maðurinn, sem er á þrítugsaldri, hafi veist að starfsmanni vopnaður hnífi með grímu fyrir andliti og hettu yfir höfði, og krafist peninga úr kassa verslunarinnar.

Tjáði hann starfsmanni verslunarinnar að hann myndi skera starfsmanninn ef honum yrðu ekki afhentir peningar. Hafði þjófurinn rétt rúmar 60.000 krónur upp úr krafsinu. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér bæði fangelsisdóm og kröfu um greiðslu sektar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×