SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:07

Fangarnir grófu sig út úr tugthúsinu

FRÉTTIR

Ákćrđur fyrir manndráp á Miklubraut

 
Innlent
10:12 25. JANÚAR 2016
Mađurinn ţegar hann var leiddur fyrir dómara í október síđastliđnum.
Mađurinn ţegar hann var leiddur fyrir dómara í október síđastliđnum. VÍSIR/PJETUR

Ríkissaksóknari hefur ákært 39 ára gamlan karlmann fyrir að hafa orðið manni að bana í búsetukjarna fyrir geðfatlaða við Miklubraut í þann 22. október síðastliðinn. Maðurinn sem lést var 59 ára gamall en mennirnir bjuggu báðir í búsetukjarnanum.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa veist að hinum manninum með hnífi og stungið hann að minnsta kosti 47 stungum í líkamann, með þeim afleiðingum að sá sem hann réðst á hlaut bana af.

Geðrannsókn og sakhæfismat fór fram á þeim ákærða á meðan á rannsókn málsins stóð. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur en í kjölfarið fór lögregla fram á að hann yrði vistaður á viðeigandi stofnun. Féllst dómari á það.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákæruvaldið krefst þess aðallega að maðurinn verði dæmdur til refsingar en til vara að honum verði gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun, samanber 62. grein almennra hegningarlaga.

Í þeirri grein er vísað í 15. grein og 16. grein sömu laga þar sem fjallað er um hvort og þá hvernig skuli refsa andlega veiku fólki:

15. gr. Þeim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum.

16. gr. Nú var maður sá, sem verkið vann, andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðilegs misþroska eða annarrar truflunar, en þetta ástand hans er ekki á eins háu stigi og 15. gr. getur, og skal honum þá refsað fyrir brotið, ef ætla má eftir atvikum og eftir að læknisumsagnar hefur verið leitað, að refsing geti borið árangur.

Verði til stofnun, ætluð slíkum mönnum, sem í þessari grein getur, má ákveða í refsidómi, að sakborningur skuli taka út [refsingu]1) sína í stofnuninni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ákćrđur fyrir manndráp á Miklubraut
Fara efst