Erlent

Ákærður fyrir hatursorðræðu gegn múslimum eftir tíst

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tístið sem kom öllu af stað.
Tístið sem kom öllu af stað. mynd/skjáskot af twitter
Matthew Doyle, 46 ára Breti, hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu gegn múslimum eftir ummæli sem hann lét falla á Twitter í kjölfar árásanna á Brussel fyrr í vikunni. Þetta kemur fram hjá The Guardian.

Doyle, sem er eigandi almannatenglafyrirtækis, tísti því að hann hefði hitt múslimska konu á förnum vegi og beðið hana um að útskýra árásirnar á fyrir sér. Hún svaraði honum að þetta hefði ekkert með hana að gera en það þótti Doyle ekki fullnægjandi svar.

Tístið vakti strax mikla athygli og var fjöldi fólks sem hellti sér yfir manninn. Var hann meðal annars beðinn um að útskýra nýlendustefnu breska heimsveldisins á öldum áður og spurður að því hvort viðskiptavinir hans hefðu ekki allir sagt skilið við hann í kjölfar tístsins.

Doyle var handtekinn á miðvikudag eftir að hafa sent frá sér fjölda tísta til viðbótar. Lögreglan í Croydon, einu hverfa London, hefur í kjölfarið ákært manninn fyrir brot á lögum um hatursorðræðu en ákæra var gefin út í gær.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur tísta Doyle í kjölfar viðbragðanna sem hann fékk. Upphaflega tístinu hefur verið eytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×