Innlent

Ákærðir fyrir að ræna mann

Reykjanesbær. Mennirnir ruddust inn til þess þriðja og beittu hann ofbeldi.
Fréttablaðið/gva
Reykjanesbær. Mennirnir ruddust inn til þess þriðja og beittu hann ofbeldi. Fréttablaðið/gva

Dómsmál Tveir karlmenn, 29 og 35 ára, hafa verið ákærðir fyrir húsbrot, rán, eignaspjöll og tilraun til fjárkúgunar.

Mönnunum er gefið að sök að hafa ruðst inn á heimili manns í Reykjanesbæ í febrúar, ráðist á hann og meðal annars sparkað í höfuð hans. Þeir hafi síðan þvingað manninn upp í bíl og annar þeirra setið við hlið hans vopnaður hnífi og hótað honum stórfelldum líkamsmeiðingum ef hann greiddi þeim ekki skuld.

Þá segir í ákærunni að þeir hafi hringt í fósturföður fórnarlambs síns og hótað honum að gengið yrði frá fóstursyni hans ef hann sæi ekki til þess að skuldin yrði greidd.

Annar maðurinn er Mikael Már Pálsson. Mikael Már hlaut árið 2006 fjögurra ára fangelsisdóm fyrir að hafa sent þrjá tvítuga menn utan til að smygla til landsins hálfu kílói af kókaíni, og að hafa sjálfur smyglað til landsins fjórum kílóum af amfetamíni.

Mikael er jafnframt ákærður fyrir að hafa ekið bílnum undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Félagi hans er ákærður fyrir að hafa haft 29 grömm af amfetamíni í fórum sínum þegar hann var handtekinn, sem hann reyndi að losa sig við út um gluggann svo lítið bæri á.

Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. - sh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×