Erlent

Ákærð fyrir að hafa orsakað dauða níu ára stúlku með því að setjast ofan á hana

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Hin látna hét Dericka Lindsey og var níu ára gömul.
Hin látna hét Dericka Lindsey og var níu ára gömul. Vísir/Getty
Kona í Flórída-ríki í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir að verða níu ára frænku sinni að bana með því að setjast ofan á hana. Yfirvöld staðfestu þetta við dagblaðið Washington Post í dag.

Veronica Posey er 64 ára gömul.Mynd/Escambia County Jail
Konan, sem heitir Veronica Posey, er 64 ára gömul og vegur 145 kíló. Hún fullyrti í samtali við lögreglu að hún hafi sest ofan á frænku sína til þess að refsa henni fyrir slæma hegðun. Nokkrum mínútum síðar varð henni ljóst að barnið hafði misst meðvitund og andaði ekki.

Hin látna hét Dericka Lindsey og var tæpur metri að hæð og vó rúm 33 kíló.  

Foreldrar Lindsey voru viðstaddir þegar atvikið átti sér stað en ekki er vitað hvort þau hafi reynt að koma barninu til aðstoðar. Móðir Lindsey sagði í samtali við lögreglu að hún hafi beðið Posey um að refsa barninu, sem átti við hegðunarvandamál að stríða.

Foreldrar Lindsey hafa verið ákærð fyrir vanrækslu en barnaverndaryfirvöld í Flórída höfðu áður haft afskipti af fjölskyldunni. Posey er hins vegar ákærð fyrir manndráp af gáleysi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×