Innlent

Ákæra Hollending sem var handtekinn

Snærós Sindradóttir skrifar
Angelo Uijleman á yfir höfði sér nokkurra ára fangelsi fyrir innflutning á hörðum fíkniefnum með Norrænu.
Angelo Uijleman á yfir höfði sér nokkurra ára fangelsi fyrir innflutning á hörðum fíkniefnum með Norrænu. Fréttablaðið/Ernir
Búið er að ákæra í stóra Norrænusmyglmálinu sem kom upp í september á síðasta ári. Tveir Hollendingar og tveir Íslendingar eru ákærðir.

Málið hefur vakið athygli því einn hinna ákærðu, hinn hollenski Angelo Uijleman, er greindarskertur. Hann sat í einangrun á Litla-Hrauni í átta vikur en sú vist var harðlega gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar hans. Þá hafði fjölskylda Angelos ekki verið látin vita af handtöku hans fyrst um sinn og móðir hans látið lýsa eftir honum á netinu.

Angelo kom fram í viðtali í Fréttablaðinu á aðfangadag en þá sætti hann farbanni og dvaldi á gistiheimili í Reykjavík.

Eins og áður segir eru fjórir ákærðir í málinu. Ákæran snýr að skipulagningu fíkniefnainnflutnings og smygli á ríflega tuttugu kílóum af sterkum fíkniefnum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.


Tengdar fréttir

Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju

Angelo Uijleman hélt hann væri að fara í fría ævintýraferð til Íslands en var handtekinn fyrir grun um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli. Hann talar um þungbæra einangrun á Litla-Hrauni, bankamennina á Kvíabryggju og einmanaleg jól án fjölskyldunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×