Viðskipti erlent

Airbnb 3.500 milljarða virði

Sæunn Gísladóttir skrifar
Airbnb gerir fólki kleift að leigja út og leigja heimili annarra til skamms tíma í yfir 34 þúsund borgum í 191 landi.
Airbnb gerir fólki kleift að leigja út og leigja heimili annarra til skamms tíma í yfir 34 þúsund borgum í 191 landi. Vísir/Vilhelm
Eftir nýja 850 milljón dollara fjármögnun er fyrirtækið Airbnb metið á þrjátíu milljarða dollara, jafnvirði 3.584 milljarða íslenskra króna. CNN greinir frá því að virði fyrirtækisins hafi hækkað um fimm milljarða dollara, tæplega 600 milljarða króna, á einungis einu ári.

Airbnb, sem var stofnað árið 2008, er nú eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum heims sem eru ekki á markaði. Uber, Xiaomi, og Didi Chuxing eru einnig á þeim lista.

Airbnb gerir fólki kleift að leigja út og leigja heimili annarra til skamms tíma í yfir 34 þúsund borgum í 191 landi.

Víðsvegar um heiminn eru borgir að takast á við erfiða leigumarkaði og þar hefur starfsemi Airbnb verið gagnrýnd. Í San Francisco þurfa gestgjafar Airbnb að borga yfir hundrað þúsund krónur á dag fyrir óskráðar eignir og í Chicago er sett fjögur prósent álag ofan á skammtímaleigu, og gestgjafar verða að skrá eignir sínar.

Sjá einnig: Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón

Hér á landi taka ný Airbnb lög í gildi 1. janúar. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt.


Tengdar fréttir

Sameinast um reglur fyrir deilihagkerfið

Tíu af stærstu borgum heims, meðal annars París, Seúl og Toronto, ætla að sameinast um reglur fyrir fyrirtæki eins og Airbnb og Uber.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×