FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 00:57

Fjölmargir fylgdu lögreglu eftir niđur á Hverfisgötu

FRÉTTIR

Áhugamađur stal senunni á fyrsta hring í Abu Dhabi

 
Golf
22:00 21. JANÚAR 2016
DeChambeau hafđi ríka ástćđu til ađ brosa eftir fyrsta hring í dag.
DeChambeau hafđi ríka ástćđu til ađ brosa eftir fyrsta hring í dag. GETTY

Þrátt fyrir að augu flestra hafi verið á Jordan Spieth og Rory McIloy í dag á Abu Dhabi meistaramótinu stal ungur óþekktur áhugamaður senunni á fyrsta hring.

Bryson DeChambeau frá Bandaríkjunum fékk sjö fugla og örn á fyrsta hring sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari en hann leiðir mótið með einu höggi á Svían Henrik Stenson.

McIlroy og Spieth ollu þó engum vonbrigðum í hitanum í Abu Dhabi en þeir eru meðal efstu manna, McIlroy í þriðja sæti á sex undir pari og Spieth sjöunda sæti á fjórum undir.

Sigurvegari síðasta árs, Gary Stal frá Frakklandi, hóf titilvörnina sína frekar illa en hann lék á 73 höggum eða einu yfir pari.

Bein útsending frá öðrum hring hefst á Golfstöðinni klukkan 07:00 í fyrramálið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Áhugamađur stal senunni á fyrsta hring í Abu Dhabi
Fara efst