Lífið

Áhrifamikil ungversk kvikmynd

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Saga af ungri stúlku og besta vini hennar.
Saga af ungri stúlku og besta vini hennar.


White God (Fehér Isten)

Leikstjóri: Kornél Mundruczó

Aðalleikarar: Zsófia Psotta, Sándor Zsótér og Lili Horváth

IMDB: 7,1/10

Metacritic: 78/100

Ungverska myndin White God er framlag Ungverjalands til Óskarsverðlaunanna 2015 og er það vel skiljanlegt.

White God segir sögu Lili, ungrar stúlku sem flyst tímabundið til föður síns. Með henni í för er hundurinn Hagen, hennar besti vinur. Með komu Hagen inn á heimilið reynir á samband feðginanna og fljótt fer af stað undarleg og ófyrirsjáanleg atburðarrás.

Myndin fjallar á áleitinn hátt um samband mannsins og besta vinar hans. Valdatengsl og stigveldi, sem ekki eiga bara við í sambandi hinna ofangreindu dýrategunda, eru skýrð og sett í einfaldara form. Afleiðingarnar eru hrollvekjandi og inn í þær fléttast samband feðginanna.

Áhugaverð mynd sem skilur talsvert eftir sig. Mörg atriði í myndinni eru stórbrotin og áhrifamikil. Sérstaklega atriðin þar sem hundruð hunda sameinast og skapa samtímis fallegt og ógnvekjandi sjónarspil. Samband Lili og Hagen er fallegt sem og þróun sambands feðginanna.

Niðurstaða:White God er skrítin, en á góðan hátt. Á köflum hrollvekjandi og á sumum stöðum minnir hún á fuglana hans Hitchcocks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×