Golf

Áhorfendur eiga eftir að jarða Willett

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Willett gæti þurft að líta ótt og títt yfir öxlina á sér.
Willett gæti þurft að líta ótt og títt yfir öxlina á sér. vísir/getty
Dónaleg ummæli Peter Willett, bróður Danny Willett, eiga eftir að koma niður á Danny í Ryder-bikarnum enda má hann búast við köldum móttökum.

Peter hraunaði hraustlega yfir bandaríska stuðningsmenn í ævintýralegum pistli. Kallaði þá öllum illum nöfnum og Danny varð að biðjast afsökunar á orðum bróðurins.

Sjá einnig: Baðst afsökunar á svívirðingum bróður síns

Skotinn Colin Montgomerie segir að afsökunarbeiðnin muni hrökkva skammt og Willett eigi að undirbúa sig fyrir allt er keppnin um Ryder-bikarinn hefst á morgun.

„Hvernig í ósköpunum datt honum í hug að þetta myndi hjálpa Danny eða evrópska liðinu að vinna Ryder-bikarinn?“ spyr Montgomerie.

„Þetta er alveg glórulaust. Hann hefur greinilega ekki hugmynd um hvernig það verður fyrir bróður hans að spila í Bandaríkjunum á þessu móti. Danny verður jarðaður Áhorfendur eru grimmir og verða enn grimmari núna. Það verða læti og áhorfendur æstari en áður. Þetta kveikir í bandaríska liðinu og það viljum við ekki. Það var allt rangt við þennan pistil.“

Ryder-bikarinn hefst í hádeginu á morgun og verður í beinni á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×