Innlent

Áhöfn slökkti eld um borð í togara

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Togarinn var við þorskveiðar í Barentshafi.
Togarinn var við þorskveiðar í Barentshafi. Vísir/Stefán
Eldur kom upp um borð í togaranum Normu Mary í gær þegar hann var staddur á þorskveiðum í Barentshafi í gær. Áhöfn togarans réði niðurlögu eldsins og enginn slasaðist.

Í tilkynningu frá Samherja segir að eldurinn kviknaði á vinnsludekki togarans en nítján manna áhöfn togarans brást við og náði að slökkva eldinn áður en að norska strandgæslan kom til aðstoðar. Skipið er í eigu dótturfélags Samherja, Onward Fishing Company en Norma Mary er skráð í Bretlandi en hét áður Fríðborg.

Skipið mun halda til hafnar á Akureyri eftir að norska strandgæslan gengur úr skugga um að ekki sé hætta á því að eldurinn kvikni á nýjan leik. Á Akureyri verða skemmdir skoðaðar og metnar áður en að viðgerð hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×