Erlent

Ahmadinejad fær ekki að bjóða sig fram til forseta

Atli Ísleifsson skrifar
Mahmoud Ahmadinejad var forseti Írans á árunum 2005 til 2013.
Mahmoud Ahmadinejad var forseti Írans á árunum 2005 til 2013. Vísir/AFP
Erkiklerkurinn Ali Khameni, æðsti leiðtogi Írans, hefur greint fyrrverandi forsetanum Mahmoud Ahmadinejad frá því að hann eigi ekki að bjóða sig fram í forsetakosningum landsins sem fram fara á næsta ári.

Íranskir ríkisfjölmiðlar greina frá þessu.

Ahmadinejad, sem gegndi forsetaembætti landsins frá 2005 til 2013, hafði ekki greint opinberlega frá því að hann hugði á framboð. Tíð ræðuhöld hans síðustu mánuði höfðu þó ýtt undir vangaveldur um að hann vildi fram.

Í frétt SVT kemur fram að beiðnin frá erkiklerknum bindi í raun enda á allar hugmyndir um að Ahmadinejad bjóði sig fram á nýjan leik og greiðir leið núsitjandi forseta Hassan Rouhani að endurkjöri.

„Hann kom til mín og ég sagði honum að bjóða sig ekki fram þar sem það þjónar hvorki hagsmunum hans né þjóðarinnar,“ segir Ali Khameni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×