Innlent

Áhersla á bólusetningu alls staðar

óli kristján ármannsson skrifar
Með áherslu á bólusetningar er ætlunin að fækka dauðsföllum um milljónir fyrir 2020.
Með áherslu á bólusetningar er ætlunin að fækka dauðsföllum um milljónir fyrir 2020. Fréttablaðið/Vilhelm
Áætlað er að á árinu 2013 hafi 21,8 milljónir ungbarna verið án bólusetningar gegn lífshættulegum sjúkdómum, að því er fram kemur á vef landlæknis.

Í gær hófst vika sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tileinkar bólusetningum, líkt og tíðkast hefur síðustu ár. Átakinu lýkur á föstudag. „Með þessu framtaki vill WHO leggja áherslu á að lönd, svæði og þjóðir um allan heim leggi aukinn kraft í bólusetningar og að dreifing bóluefna verði réttlátari.“

Fram kemur að með bólusetningum sé árlega komið í veg fyrir ótímabæran dauða tveggja til þriggja milljóna barna í heiminum öllum. „Markmiðið með bólusetningum er að hindra farsóttir, útrýma smitsjúkdómum og draga úr hættulegum afleiðingum þeirra.“

Hér á landi eru bólusetningar sagðar hafa komið í veg fyrir margar alvarlegar sýkingar. „Greinast hér vart lengur þeir sjúkdómar sem bólusett er gegn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×