Enski boltinn

Agüero spenntur fyrir ferðinni til Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manchester City og West Ham eru á leið til Íslands en þau munu spila æfingaleik á Laugardalsvelli þann 4. ágúst.

Þetta verður fyrsti leikur enskra úrvalsdeildarliða á Íslandi en á dögunum hitti Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur 365, Sergio „Kun“ Agüero að máli í Los Angeles, þar sem City hefur verið við æfingar í sumar.

Agüero er ein skærasta stjarna ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað minnst 20 mörk á tímabili í ensku deildinni síðustu þrjú ár.

Þeir áttu saman gott spjall um ferðina til Íslands og sumarið til þessa og en viðtalið allt má sjá í Ísland í sumar á Stöð 2, í opinni dagskrá klukkan 19.10.

Leikur Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli verður sýndur á Stöð 2 Sport. Miðasala á leikinn fer fram hér.

Hér fyrir neðan má sjá bút úr viðtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×