Enski boltinn

Agüero markakóngur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Agüero með gullskóinn.
Agüero með gullskóinn. vísir/afp
Sergio Agüero, framherji Manchester City, varð markakóngur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 26 mörk, en lokaumferðin í deildinni fór fram í gærkvöldi.

Agüero átti frábært tímabil og fullkomnaði hann tímabilið með sínu 26. marki í 2-0 sigri á Southampton í lokaumferðinni í gærdag, en City lenti í öðru sæti deildarinnar.

Harry Kane, framherji Tottenham, kom næstur með 21 mark. Diego Costa, Chelsea, hreppti bronsskóinn en hann er með 20 mörk.

Fimm markahæstu:

Sergio Agüero (Manchester City), 26 mörk

Harry Kane (Tottenham), 21 mörk

Diego Costa (Chelsea), 20 mörk

Charlie Austin (QPR), 18 mörk

Alexis Sánchez (Arsenal), 17 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×