Enski boltinn

Agüero kærður fyrir olnbogaskotið | Missir líklega af Manchester-slagnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agüero er líklega á leið í þriggja leikja bann.
Agüero er líklega á leið í þriggja leikja bann. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið er búið að kæra Sergio Agüero, framherja Manchester City, fyrir atvik sem átti sér stað í leik City og West Ham United á sunnudaginn.

Agüero gaf þá Winston Ried, varnarmanni West Ham, olnbogaskot. Dómaratríóið missti af atvikinu en það náðist á myndbandsupptöku.

Olnbogaskotið má sjá hér að neðan.

Agüero hefur tíma til morguns til að svara kærunni en Argentínumaðurinn á yfir höfði sér þriggja leikja bann.

Sjá einnig: Messan: Fer Agüero í þriggja leikja bann?

Verði Agüero dæmdur í bann missir hann af grannaslagnum gegn Manchester United laugardaginn 10. september. Hann missir einnig af leikjum gegn Bournemouth og Swansea City.

Það yrði að sjálfsögðu mikið áfall fyrir City en Agüero hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað þrjú mörk í þremur fyrstu umferðunum í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×