Enski boltinn

Agüero dæmdur í fjögurra leikja bann | Fernandinho fékk þrjá leiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anthony Taylor sýnir Sergio Agüero rauða spjaldið.
Anthony Taylor sýnir Sergio Agüero rauða spjaldið. vísir/getty
Sergio Agüero, framherji Manchester City, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Chelsea á laugardaginn. Man City tapaði leiknum 1-3 og missti Chelsea fjórum stigum fram úr sér.

Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Agüero er dæmdur í bann en Argentínumaðurinn fékk þriggja leikja bann fyrir að gefa Winston Ried, varnarmanni West Ham United, olnbogaskot í leik fyrr í vetur.

Agüero var rekinn af velli í uppbótartíma í stórleiknum á laugardaginn fyrir ljótt brot á David Luiz. Fernandinho, liðsfélagi Agüeros, fór sömu leið fyrir að taka Cesc Fábregas, leikmann Chelsea, hálstaki.

Fernandinho var dæmdur í þriggja leikja bann þannig að Man City verður án tveggja af sínum mikilvægustu leikmönnum í næstu þremur leikjum.

Agüero og Fernandinho missa af deildarleikjum gegn Leicester City, Watford og Arsenal, auk þess sem sá fyrrnefndi af leik við Hull City á öðrum degi jóla.

Agüero snýr í fyrsta lagi til baka þegar Man City sækir Liverpool heim á gamlársdag.

Fernandinho missti stjórn á skapi sínu gegn Chelsea.vísir/getty

Tengdar fréttir

Agüero í þriggja leikja bann

Sergio Agüero, framherji Manchester City, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að gefa Winston Ried, varnarmanni West Ham United, olnbogaskot í leik liðanna um helgina.

Yaya Toure tekinn ölvaður undir stýri

Miðjumaður Manchester City var gripinn af lögreglunni að keyra undir áhrifum áfengis í síðustu viku en hann þarf að mæta fyrir dóm þann 13. desember næstkomandi.

Guardiola: Chelsea skapaði sér þrjú færi og nýtti þau öll

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var skiljanlega svekktur eftir 1-3 tap lærisveina hans gegn Chelsea á heimavelli í dag en eftir að hafa verið mun sterkari aðilinn framan af fór allt úrskeiðis hjá Manchester City í seinni hálfleik.

Pirraður Pep loksins að glíma við mótlæti

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, stendur nú frammi fyrir fyrsta raunverulega mótlæti ferils síns. Liðið tapaði illa í toppslagnum gegn Chelsea á laugardaginn og hefur ekki unnið heimaleik frá því í september. Varnarleikur Man. City hefur verið slakur en liðið hefur aðeins tvisvar haldið hreinu í fjórtán deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×