Lífið

Ágústu Evu boðið hlutverk í sápuóperu

Íslendingar þekktu hvorki haus né sporð á leikkonunni Ágústu Evu þegar hún steig fram á sjónvarsviðið í gervi hinnar orðljótu og sjálfhverfu Silvíu Nætur, enda hafði ekki mikið farið fyrir henni á sviði hérlendis.

Þetta var þó ekki frumraun Ágústu á leiksviðinu, en sína fyrstu leikreynslu fékk hún þegar hún keppti í sápuóperuleik í hæfileikakeppni í New York átján ára að aldri. Hún lenti í öðru sæti og var í kjölfarið boðið að vinna við fagið í Bandaríkjunum. Ágústu leist hinsvegar ekki nógu vel á það tilboð.

„Mér fannst það ekkert góð hugmynd að flytja ein til New York að leika í sápuóperum. Fannst það full súrt grín, svoldið langt gengið,“ segir Ágústa hlæjandi.



Hún fór þess í stað heim og gekk til liðs við Leikfélag Kópavogs í stað þess að leita frægðar og frama í útlöndum.



Ágústa verður í viðtali í Fókus á Stöð 2 á laugardagskvöldið, en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×