Lífið

Ágústspá Siggu Kling – Tvíburi: Galdurinn felst í breyttri hugsun

Sigga Kling skrifar
Elsku litríki Tvíburi. Um leið og þú trúir að þú getir það sem þig langar til þá ertu kominn hálfa leið.

Skoðaðu vel öll samskipti þín við fólk og vertu auðmjúkur þó svo að það geti verið erfitt á köflum. Því auðmýktin gerir allt betra. Þú getur ekki stjórnað veðrinu en þú getur stjórnað því hvernig þú klæðir þig.

Þú skalt fylgja tilfinningu þinni sem gerir þig spenntan, því það er verið að sýna þér lífið í öðru ljósi. Þú munt skynja í hvaða átt þú átt að fara svo drífðu þig bara. Ekki stúdera lífið of mikið því þú þarft ekki að vita allt!

Þú þarft alls ekki að vanda þig svona mikið. Elskaðu bara það sem þú ert að fara að gera og þá halda þér engin bönd.  

Þú þarft líka að vita að maki þinn þarf einnig að vera vinur þinn – því annars fer þér fljótt að leiðast og þá rotnar sambandið.

Það eina sem er að stoppa þig í að ná árangrinum sem þú átt skilið er að þú ert búinn að hugsa í hringi. Mundu að um leið og þú breytir hugsunum þínum þá breytist veröldin.

Mottó: Lífið er að banka!

Frægir Tvíburar: Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Andi Freyr útvarpsmaður. 


Tengdar fréttir

Ágústspá Siggu Kling – Fiskur: Daðraðu við lífið

Dásamlegi Fiskur. Það sem einkennir þig mest þessa dagana er að þú ferð bara þínar eigin leiðir. Það kemur þó fyrir að þér finnist þú vera svo hjálparlaus að þú gætir alveg misst máttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×