Lífið

Ágústspá Siggu Kling – Ljón: Hvatvísi og daður

Sigga Kling skrifar
Elsku Ljónið mitt. Þú hefur svo mikil áhrif á aðra, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Þú ert sterk týpa og stundum stjórnar þú aðstæðum þínum um of.

Þú verður að vita að þegar verstu hlutirnir eru að gerast í lífi þínu þá er það til þess að færa þér hamingjuna. Gerðu bara þitt besta og  alheimurinn mun sjá um rest.

Það er alltaf mesta spennan hjá ykkur Ljónunum þegar þið eruð svo heppin að eiga afmæli því þið eruð svo rosalega merkileg. Ég bið ykkur um að bjóða til ykkar gestum til að hækka tíðnina í kringum afmælisdaginn.

Það eru búnar að vera miklar sviptingar í tilfinningum þínum og þú þarft að nýta þér þær til þess að gera breytingar. Það er svo mikilvægt fyrir þig, hjartað mitt, að líta vel út, svo leggðu aðeins meira á þig því að vel útlítandi Ljón toppar allt.

Það eru margir gamlir vinir í kringum þig eða þeir eru að koma til þín. Þú munt gleðjast yfir smáhlutunum. Það er það sem skiptir öllu máli, vinir og litlu hlutirnir í lífinu.

Það er dálítil hvatvísi ríkjandi, svo talaðu þig til og talaðu þig inn í rétta átt. Þú átt eftir að draga að þér ótrúlegar aðstæður því aðdráttarafl þitt er á við segulmagn jarðar.

Ástin mun bljómstra því þú munt hugsa vel um maka þinn. Þau Ljón sem nenna að leika sér að ástinni skulu fara í daðurgírinn og vittu að mesta kynorkan er á Þjóðhátíð.

Mottó: Ég þarf ekki að sjá allan stigann til að taka fyrsta skrefið.

Frægir í Ljóninu: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrisæta, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona. 


Tengdar fréttir

Ágústspá Siggu Kling – Fiskur: Daðraðu við lífið

Dásamlegi Fiskur. Það sem einkennir þig mest þessa dagana er að þú ferð bara þínar eigin leiðir. Það kemur þó fyrir að þér finnist þú vera svo hjálparlaus að þú gætir alveg misst máttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×