Innlent

Ágúst Bjarni formaður nefndar um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. Vísir/Pjetur
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að skipa nefnd til að vinna aðgerðaráætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að vinnan sé undir forystu forsætisráðuneytisins en fari fram í nánu samstarfi við þau ráðuneyti sem við eiga og í samráði við stýrihóp ráðuneytanna um byggðamál.

„Nefndin hefur nú verið skipuð og í henni sitja: Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi forsætisráðuneytisins og formaður nefndarinnar, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem jafnframt er starfsmaður nefndarinnar, Daníel Jakobsson, fulltrúi norðanverðra Vestfjarða, Aðalbjörg Óskarsdóttir fulltrúi Stranda og Reykhólahrepps og Valgeir Ægir Ingólfsson, fulltrúi sunnanverðra Vestfjarða. Samráð verður haft við fjórðungssamband Vestfjarða við mótun tillagna.

Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum eigi síðar en 31. ágúst 2016. Ekki er greitt sérstaklega fyrir störf í nefndinni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×