Handbolti

Ágúst ætlar ekki í formannsframboð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ágúst Jóhannsson biður fyrir góðu kjöri til stjórnar HSÍ.
Ágúst Jóhannsson biður fyrir góðu kjöri til stjórnar HSÍ. vísir/stefán
Ágúst Þór Jóhannsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns á komandi ársþingi HSÍ.

Ágúst hefur verið að íhuga formannsframboð upp á síðkastið en er nú skriðinn undan feldinum með ákvörðun.

Þó svo hann ætli ekki í formannsframboð þá mun hann bjóða sig fram til stjórnar HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson er formaður HSÍ og enn sem komið er hefur enginn ákveðið að bjóða sig fram gegn honum.

Ágúst birti yfirlýsingu á Facebook um málið og hana má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×