Viðskipti innlent

Ágreiningur við stjórn olli uppsögn eftir fimmtán ára starf

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Páll Erland hefur verið forstjóri Orku náttúrunnar frá því í ársbyrjun 2014.
Páll Erland hefur verið forstjóri Orku náttúrunnar frá því í ársbyrjun 2014. Fréttablaðið/GVA
Páll Erland er hættur sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar en hann tilkynnti um ákvörðun sína að hætta í vikunni.

Ástæða uppsagnarinnar er mismunandi sýn Páls og stjórnar ON á mikilvæg viðfangsefni í rekstri fyrirtækisins og hvernig eigi að takast á við þau, að því er Bjarni Bjarnason, stjórnarformaður ON, segir í bréfi til samstarfsfólks. Bjarni er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sem er móðurfélag ON.

Þá kemur fram hjá Bjarna að Hildigunnur H. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Þróunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, hafi tekið við starfi Páls tímabundið. Framkvæmdastjórastaðan verði auglýst á næstu dögum. Páll verður fyrirtækinu innan handar næstu mánuði.

Páll sem tók við sem framkvæmdastjóri ON í byrjun árs 2014 hafði starfað fyrir Orkuveituna í fimmtán ár. Bjarni segir Pál meðal annars hafa unnið að krefjandi verkefnum á afar erfiðum tímum. ON framleiðir og selur rafmagn.

Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri Þróunarsviðs OR frá því í ársbyrjun 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×