Innlent

Ágreiningur í stjórnarliðinu

Jakob Bjarnar skrifar
Vín eða ekki vín í matvöruverslanir, þar er efinn.
Vín eða ekki vín í matvöruverslanir, þar er efinn. visir/gva
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fordæmir allar hugmyndir um sölu áfengis í matvöruverslunum í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að frelsi eins geti haft í för með sér ófrelsi annars. Og að hlutverk stjórnmálamanna er að tryggja almannahag og öryggi borgaranna – bæta samfélagið. Slíkt sé ekki gert með því að gefa sölu áfengis frjálsa því ábatinn af slíkri sölu geti reynst samfélaginu afar dýrkeyptur.

Eins og fram hefur komið í fréttum vill Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, leyfa sölu alls víns í matvöruverslunum í frumvarpi sem er í smíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×