Innlent

Ágóði af álfasölu í þágu ungra fíkla

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Um fimmtíu nemendur í 9. og 10. bekk í Norðlingaskóla í Reykjavík selja álfinn fyrir SÁÁ og styrkja um leið gott málefni.
Um fimmtíu nemendur í 9. og 10. bekk í Norðlingaskóla í Reykjavík selja álfinn fyrir SÁÁ og styrkja um leið gott málefni. Fréttablaðið/Vilhelm
Hin árlega álfasala SÁÁ hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Álfasalan er stærsta fjáröflunarverkefni SÁÁ og hefur frá 1990 skilað samtökunum um 550 milljónum króna í hreinar tekjur. „Salan á álfinum skiptir algjörlega sköpum. SÁÁ reiðir sig mikið á sjálfsaflafé í starfseminni. Ríkið greiðir fyrir 1.530 innlagnir ári en innlagnir hafa farið í 2.200,“ segir Rúnar Freyr Gíslason verkefnisstjóri.

Að sögn Rúnars vinna um eitt þúsund manns um land allt við álfasöluna næstu daga, þar á meðal fjölmargir hópar á vegum íþróttafélaga, skóla og ýmissa samtaka sem fá sölulaun.

Álfurinn fyrir unga fólkið er slagorð álfasölunnar í ár eins og undanfarin ár. Með því er lögð áhersla á að styðja við og efla meðferðarúrræði fyrir unga fíkla og aðstandendur, þar á meðal börn alkólhólista. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×