Enski boltinn

Agüero segist ekki kunna að plata dómarann

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Agüero skoraði fjögur um síðustu helgi
Agüero skoraði fjögur um síðustu helgi vísir/getty
Sergio Agüero framherja Englandsmeistara Manchester City greinir frá því í nýrri bók sinni af hverju hann láti sig aldrei falla og reyna þannig að vinna auka- eða vítaspyrnur með því að leika á dómarann.

„Ég trúi ekki á dýfur eða að plata dómarann. Ég leik ekki þannig,“ sagði argentínski framherjinn í nýjustu bók sinni, Born to Rise.

„Ég veit að margir gera þetta og það eru augnablik þar sem ég reyni að nota hraðann til að komast fram hjá tveimur eða þremur tæklingum þar sem ég lendi í stöðu þar sem ég get látið mig falla.

„En það er ekki ég. Þetta snýst um stolt. Ef varnarmaður nær mér þá vil ég ekki veltast um í grasinu heldur halda áfram og reyna að komast nær markinu.

„Fjölskylda og vinir hafa spurt mig, „af hverju fórstu ekki niður? Þú hefðir fengið víti!“.

„Í sannleika sagt þá myndi ég ekki vita hvar ég ætti að byrja. Ég kann ekki að dýfa og er viss um að það liti illa út og ég fengi áminningu ef ég reyndi.

„Þetta er ekki í mínu eðli. Ég get þetta ekki og mun ekki gera þetta. Ég reyni frekar að nýta færin mín og halda hlaupinu áfram til að reyna að skora eða leggja upp mark fyrir félaga mína,“ segir Agüero sem verður í eldlínunni með liði sínu Manchester City sem sækir West Ham United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn hefst klukkan 11:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×