Handbolti

Afturelding lagði meistarana | Jafntefli í Krikanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar.
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar. Vísir
Afturelding vann eins marks sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld, 31-30, í Olísdeild karla.

Þessi tvö lið hafa mæst í lokaúrslitum deildarinnar síðustu tvö árin og í bæði skiptin hafa Haukar haft betur.

Staðan var jöfn í hálfleik á Ásvöllum, 15-15, en Mosfellingar höfðu loks betur með minnsta mun.

Þá gerðu FH og Stjarnan jafntefli, 23-23, í Kaplakrika eftir að Stjörnumenn höfðu verið með fjögurra marka forystu í hálfleik.

Úrslit kvöldsins:

FH - Stjarnan 23-23 (10-14)

Mörk FH: Óðinn Þór Ríkharðsson 10, Einar Rafn Eiðsson 6, Jóhann Birgir Ingvarsson 5, Jón Bjarni Ólafsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1.

Mörk Stjörnunnar: Guðmundur Sigurður Guðmundsson 6, Garðar B. Sigurjónsson 3, Andri Hjartar Grétarsson 3, Stefán Darri Þórsson 2, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Ólafur Gústafsson 2, Dagur Snær Stefánsson 2, Ari Pétursson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1, Finnur Jónsson 1.

Haukar - Afturelding 30-31 (15-15)

Mörk Hauka: Jónas Daði Smárason 9, Guðmundur Árni Ólafsson 7, Jón Þorbjörn Jóhannsson 6, Adam Haukur Baumruk 5, Elías Már Halldórsson 2, Andri Heimir Friðriksson 1.

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8, Gunnar Malmquist Þórsson 8, Birkir Benediktsson 7, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Elvar Ásgeirsson 2, Kristinn Hrannar Elísberg 2, Mikk Pinnonen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×