Handbolti

Afturelding komið í undanúrslit eftir sigur á Nesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Ásgeirsson skoraði sjö mörk.
Elvar Ásgeirsson skoraði sjö mörk. vísir/stefán
Grótta varð í dag síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta eftir 22-26 sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi.

Afturelding, Valur, Haukar og FH verða því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin á mánudaginn.

Elvar Ásgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu sem seig fram úr í seinni hálfleiknum í dag.

Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en Mosfellingar spiluðu sterka vörn í seinni hálfleik þar sem þeir fengu aðeins 10 mörk á sig. Á meðan skoruðu þeir 14 mörk og unnu á endanum fjögurra marka sigur, 22-26.

Aron Dagur Pálsson skoraði sjö mörk fyrir Gróttu sem komst alla leið í bikarúrslit í fyrra.

Mörk Gróttu:

Aron Dagur Pálsson 7, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Þráinn Orri Jónsson 3, Elvar Friðriksson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Júlíus Þórir Stefánsson 2, Árni Benedikt Árnason 1, Vilhjálmur Geir Hauksson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.

Mörk Aftureldingar:

Elvar Ásgeirsson 7, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Kristinn Hrannar Bjarkason 4, Ernir Hrafn Arnarson 2, Gunnar Malmquist Þórsson 2, Pétur Júníusson 2, Guðni Már Kristinsson 1, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Davíð Svansson 1, Mikk Pinnonen 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×