Handbolti

Afturelding dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn Aftureldingar í leik gegn Val fyrr í vetur.
Leikmenn Aftureldingar í leik gegn Val fyrr í vetur. Vísir/Daníel
Afturelding hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleikssamband Íslands staðfesti þetta í tilkynningu rétt í þessu.

Vegna þess fækkar liðum í deildinni úr 13 í 12 og fækkar umferðum deildarinnar um 4.

Inga Lilja Lárusdóttir, formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar vildi lítið tjá sig þegar slegið var á þráðinn til hennar fyrir stuttu en staðfesti að yfirlýsing kæmi á næstu dögum.

Yfirlýsingu HSÍ má sjá hér fyrir neðan.

Mótanefnd HSÍ hefur móttekið tilkynningu frá Hkd. Aftureldingar um að félagið hefur ákveðið að draga meistaraflokk kvenna hjá félaginu úr Olís deild kvenna fyrir nk. tímabil.

Vegna þessa fækkar liðum í deildinni úr 13 í 12.

Sökum þess fækkar umferðum í deildinni um 4 og var töfludregið upp á nýtt.

Meðfylgjandi er því ný drög fyrir Olís deild kvenna ásamt því að drög af öðrum deildum fylgja.

Mun því fyrsta umferðin líta svona út.

Laugardagur 20. september 2014               

Olís deild Austurberg    13.30    ÍR - ÍBV

Olís deild Framhús    13.30    Fram - Selfoss

Olís deild Kaplakriki    13.30    FH - Haukar

Olís deild Mýrin    13.30    Stjarnan - Fylkir

Olís deild Hertz höllin    13.30    Grótta - HK

Olís deild Vodafone höllin    13.30    Valur - KA/Þór






Fleiri fréttir

Sjá meira


×