Sport

Afturelding deildarmeistari kvenna

Kátar Aftureldingarstúlkur eftir leik.
Kátar Aftureldingarstúlkur eftir leik. mynd/aðsend
Afturelding varð í kvöld deildarmeistari kvenna í blaki. Afturelding tók á móti Þrótti Reykjavík í kvöld og vann leikinn nokkuð sannfærandi, 3-0.  

Þróttur byrjaði kröftuglega og komst í 0-5 í fyrstu hrinu, nokkuð jafnt var á öllum tölum en Afturelding skreið framúr og vann þá hrinu 25-18.

Hrinu tvö unnu þær svo 25-21 og þriðju og síðustu hrinuna 25-15.

Með sigrinum í kvöld er ljóst að Afturelding er deildarmeistari í blaki kvenna með 51 stig og ljóst að ekkert lið getur náð þeim að stigum þrátt fyrir að eiga þrjá leiki eftir.  

Jason Ívarsson, formaður Blaksambands Íslands, afhenti deildarbikarinn að leik loknum.

Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Fjóla Rut Svavarsdóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir með 12 stig hvor.  Í liði Þróttar var Sunna Þrastardóttir með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×