Aftur tapađi Valencia í Evrópukeppninni

 
Körfubolti
22:03 26. JANÚAR 2016
Jón Arnór Stefánsson í leik međ íslenska landsliđinu.
Jón Arnór Stefánsson í leik međ íslenska landsliđinu. VÍSIR/AFP

Þrátt fyrir að Valencia sé ósigrað á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar tapaði liðið í kvöld öðru sinni á skömmum tíma fyrir franska liðinu Limoges í Eurocup-keppninni í kvöld, 82-67.

Limoges er eina liðið sem hefur tekist að leggja Jón Arnór Stefánsson og félaga að velli í allan vetur og í þetta sinn gerðu Frakkarnir það á Spáni.

Þýska liðið EWE Baskets er nú efst í I-riðli keppninnar með þrjá sigra í fjórum leikjum en Valencia og Limoges hafa unnið tvo hvort. Tvö lið fara áfram í 16-liða úrslitin en tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

Jón Arnór spilaði í tæpar þrettán mínútur í leiknum og skoraði þrjú stig og tók tvö fráköst.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Aftur tapađi Valencia í Evrópukeppninni
Fara efst