SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 01:06

Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öđru sćtinu

SPORT

Aftur tapađi Valencia í Evrópukeppninni

 
Körfubolti
22:03 26. JANÚAR 2016
Jón Arnór Stefánsson í leik međ íslenska landsliđinu.
Jón Arnór Stefánsson í leik međ íslenska landsliđinu. VÍSIR/AFP

Þrátt fyrir að Valencia sé ósigrað á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar tapaði liðið í kvöld öðru sinni á skömmum tíma fyrir franska liðinu Limoges í Eurocup-keppninni í kvöld, 82-67.

Limoges er eina liðið sem hefur tekist að leggja Jón Arnór Stefánsson og félaga að velli í allan vetur og í þetta sinn gerðu Frakkarnir það á Spáni.

Þýska liðið EWE Baskets er nú efst í I-riðli keppninnar með þrjá sigra í fjórum leikjum en Valencia og Limoges hafa unnið tvo hvort. Tvö lið fara áfram í 16-liða úrslitin en tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

Jón Arnór spilaði í tæpar þrettán mínútur í leiknum og skoraði þrjú stig og tók tvö fráköst.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Aftur tapađi Valencia í Evrópukeppninni
Fara efst