Erlent

Aftur lent á miðri leið vegna rifrildis um hallandi sætisbak

Atli Ísleifsson skrifar
Flugdólgurinn hefur nú verið ákærður.
Flugdólgurinn hefur nú verið ákærður. Vísir/AFP
Flugmenn American Airlines neyddust til að lenda flugvél á leið frá Miami til Parísar í Boston á miðvikudaginn vegna rifrildis sem rekja mátti til hallandi sætisbaks. Atvikið er annað sinnar tegundar í þessari viku.

Lenda varð vélinni eftir að til átaka kom milli karls og konu sem hafði hallað sætisbaki sínu aftur. Öryggisverðir um borð í vélinni höfðu afskipti af málinu og var Edmund Alexandre, 61 árs gamall Parísarbúi, handtekinn eftir að vélinni var lent í Boston. Hann hefur nú verið ákærður. BBC greinir frá.

Atvikið er annað sinnar tegundar þessa vikuna þar sem flugmenn United Airlines neyddust til að lenda flugvél á leið frá Newark til Denver í Chicago vegna rifrildis tveggja farþega um hvort annar mætti halla sætisbaki sínu.

Upphaf þess atviks mátti rekja til þess að maður læsti tæki sem kallast Hnjávarinn (eða Knee-defender á ensku) í sætið fyrir framan sig. Hnjávarinn kemur í veg fyrir að hægt sé að halla sætisbökum og er ólöglegt. Kona sem sat fyrir framan manninn ætlaði að halla sæti sínu og reiddist mjög þegar hún tók eftir að maðurinn hefði læst Hnjávaranum við sætið. Var þá tekin ákvörðun um að lenda vélinni í Chicago.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×