Enski boltinn

Aftur lánar Chelsea Moses

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Moses í leik með Nígeríu.
Moses í leik með Nígeríu. Vísir/Getty
Chelsea hefur lánað nígeríska framherjann Victor Moses til Stoke City út tímabilið. Hann gæti leikið sinn fyrsta leik með Stoke gegn Hull City á sunnudaginn.

„Ég er mjög ánægður að vera kominn hingað,“ sagði Moses þegar gengið var frá samkomulaginu.

„Ég ræddi við þjálfarann (Mark Hughes) áður en ég kom og sá að félagið virtist stefna í rétta átt. Ég hef getað farið til annarra liða, en þegar ég heyrði af áhuga Stoke vissi ég að það væri heillaskref fyrir mig að ganga í raðir liðsins og vinna með þjálfaranum.“

Moses, sem er 23 ára, hóf ferilinn hjá Crystal Palace og lék með liðinu til 2010 þegar hann gekk til liðs við Chelsea.

Hann lék 43 leiki og skoraði tíu mörk fyrir Lundúnaliðið tímabilið 2012-13, en Moses var lánaður til Liverpool á síðustu leiktíð þar sem hann lék 22 leiki og skoraði tvö mörk.

Þá hefur Moses skorað sjö mörk í 22 landsleikjum fyrir Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×